Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjallað er um verkefni dagsins í dag.
Í sama hverfi, 101, var tilkynnt um innbrot í skóla. Þá barst lögreglu einnig tilkynning um brotna rúðu í fyrirtæki í miðborginni.