Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 5-4 | Heimamenn komnir á blað eftir ótrúlegan leik Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2023 21:05 Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði og lét reka sig af velli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumenn eru ekki lengur stigalausir eftir magnaðan 5-4 sigur á nýliðum HK í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Það var Ívar Örn Jónsson sem setti veisluna af stað með fallegu marki strax á annarri mínútu leiksins. Ívar Örn skaut þá viðstöðulausu skoti rétt utan vítateigs sem söng í netinu. Þá var komið að Guðmundi Baldvini Nökkvasyni sem skoraði tvö mörk bæði eftir stoðsendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni sem átti afar góðan leik á vinstri vængnum. Örvar Eggertsson jafnaði svo metin eftir rúmlega hálftíma leik en hann fékk þá fyrirgjöf frá Birki Vali Jónssyni og skilaði boltanum í netið. Markaregninu var ekki lokið í fyrri hálfleik þar sem Atli Hrafn Andrason náði forystunni fyrir HK á nýjan leik með hnitmuðu skoti frá vítateigslínunni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Fjörið hélt svo áfram í seinni hálfeik en það voru Stjörnumenn sem komu af meiri krafti út úr búningsherbergjunum. Stjarnan skoraði þrjú mörk á tæplega korters kafla í upphafi síðari hálfleiks. Ísak Andri, Guðmdundur Kristjánsson og Guðmundur Baldvin breyttu stöðunni í 5-3 Stjörnunni í vil. Guðmundur Baldvin fékk svo tækifæri til þess að fullkomna þrennu sína en hann brenndi af vítaspyrnu sem Kjartan Már Kjartansson nældi í. Arnar Freyr Ólafsson varði vítaspyrnu Guðmundar Baldvins. Atli Arnarson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu undir lok leiksins en Guðmundur Kristjánsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann braut á Örvari Eggertssyni og vítið var dæmt. Lengra komust gestirnir ekki og Stjarnan fór með sigur af hólmi og innbyrtu þar sín fyrstu stig í deildinni í sumar. HK hefur hins vegar fjögur stig eftir þrjá leiki. Ágúst Þór Gylfason fer glaður á koddann í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór: Loksins opnuðust flóðgáttirnar „Þessi leikur var mikil rússibanareið og við spiluðum hann mjög vel, þá sérstaklega sóknarleikinn. Þeir komast yfir í upphafi leiks en eftir það tókum við yfirhöndina í leiknum og vorum sterkari aðilinn heilt yfir,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sem var létt að ná fyrsta sigrinum. „Mér finnst við raunar hafa spilað vel í fyrstu tveimur leikjunum en náðum loksins að binda endahnútinn að sóknirnar okkar og setja boltann yfir línuna. Þetta var liðssigur og leikmenn mínir spiluðu afar vel í þessum leik," sagði þjálfarinn enn fremur. „Það eina neikvæða er að Guðmundur Kristjánsson hafi fengið rautt spjald hérna í lok leiksins. Að mínu mati var það ódýrt og raunar brotið á honum frekar en hitt. En svona er þetta og ekkert við því að gera,“ sagði hann. Ómar Ingi: Of kaflaskipt frammistaða hjá okkur „Við féllum of langt til baka í upphafi seinni hálfleiks og komum flatir út úr hálfleiknum. Það var ekki lagt upp með það að fara að halda. Planið var að halda áfram að sækja á þá og spila af sömu ákefð og við gerðum í fyrri hállfeik,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, sem fékk ekki sigur í afmælisgjöf í kvöld. „Við höfum raunar spilað of kaflaskipt í öllum þremur leikjunum í deildinni í upphafi tímabilisins. Við þurfum að ná upp meiri stöðugleika í okkar frammistöðu og ná að stýra leikjunum betur. Hins vegar var frammistaðan á köflum mjög góð í kvöld,“ sagði Ómar Ingi um byrjun nýliðanna. „Ég er svona hæfilega sáttur við að vera með fjögur stig eftir þrjá leiki. Ég hefði viljað lengja góðu kaflana í kvöld og næla í allavega eitt stig. Það pirrar mig mest hvað við vorum daufur fyrsta korterið í seinni hálfleik og það varð okkur að falli,“ sagði HK-ingurinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, er á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Í þessum kaflaskipta leik náði Stjarnan að halda dampi í lengri tíma og komu afar sterkir út í seinni hálfleikinn. Sóknarleikur beggja liða var stórskemmtilegur en Stjarnan hafði fleiri og öflugri vopn að þessu sinni. Hverjir sköruðu fram úr? Eggert Aron Guðmundsson heldur áfram að spila vel í hægri bakverðinum sem og kollegi hans vinstra megin, Örvar Logi Örvarsson. Ísak Andri lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt sjálfur. Þá átti Guðmundur Baldvin góða innkomu inn í framlínu Stjörnuliðsins og. Örvar Eggertsson var að skora í þriðja deildarleiknum í röð fyrir HK og Atli Arnarson átti góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Kópavogsliðinu. Bakverðir HK, Ívar Örn og Birkir Valur voru líka flottir. Hvað gekk illa? HK náði ekki að láta kné fylgja kviði og koma nógu öflugir inn í seinni hálfleikinn. Eftir að hafa herjað á vörn Stjörnunnar reglulgea allan fyrri hálfleikinn féllu þeir of langt til baka í upphafi þess seinni og fengu það í bakið. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir Val heim á Hlíðarenda á laugardaginn kemur á meðan HK fær Fylki í heimsókn í hlýjuna í Kórnum sama dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan HK
Stjörnumenn eru ekki lengur stigalausir eftir magnaðan 5-4 sigur á nýliðum HK í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Það var Ívar Örn Jónsson sem setti veisluna af stað með fallegu marki strax á annarri mínútu leiksins. Ívar Örn skaut þá viðstöðulausu skoti rétt utan vítateigs sem söng í netinu. Þá var komið að Guðmundi Baldvini Nökkvasyni sem skoraði tvö mörk bæði eftir stoðsendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni sem átti afar góðan leik á vinstri vængnum. Örvar Eggertsson jafnaði svo metin eftir rúmlega hálftíma leik en hann fékk þá fyrirgjöf frá Birki Vali Jónssyni og skilaði boltanum í netið. Markaregninu var ekki lokið í fyrri hálfleik þar sem Atli Hrafn Andrason náði forystunni fyrir HK á nýjan leik með hnitmuðu skoti frá vítateigslínunni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Fjörið hélt svo áfram í seinni hálfeik en það voru Stjörnumenn sem komu af meiri krafti út úr búningsherbergjunum. Stjarnan skoraði þrjú mörk á tæplega korters kafla í upphafi síðari hálfleiks. Ísak Andri, Guðmdundur Kristjánsson og Guðmundur Baldvin breyttu stöðunni í 5-3 Stjörnunni í vil. Guðmundur Baldvin fékk svo tækifæri til þess að fullkomna þrennu sína en hann brenndi af vítaspyrnu sem Kjartan Már Kjartansson nældi í. Arnar Freyr Ólafsson varði vítaspyrnu Guðmundar Baldvins. Atli Arnarson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu undir lok leiksins en Guðmundur Kristjánsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann braut á Örvari Eggertssyni og vítið var dæmt. Lengra komust gestirnir ekki og Stjarnan fór með sigur af hólmi og innbyrtu þar sín fyrstu stig í deildinni í sumar. HK hefur hins vegar fjögur stig eftir þrjá leiki. Ágúst Þór Gylfason fer glaður á koddann í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór: Loksins opnuðust flóðgáttirnar „Þessi leikur var mikil rússibanareið og við spiluðum hann mjög vel, þá sérstaklega sóknarleikinn. Þeir komast yfir í upphafi leiks en eftir það tókum við yfirhöndina í leiknum og vorum sterkari aðilinn heilt yfir,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sem var létt að ná fyrsta sigrinum. „Mér finnst við raunar hafa spilað vel í fyrstu tveimur leikjunum en náðum loksins að binda endahnútinn að sóknirnar okkar og setja boltann yfir línuna. Þetta var liðssigur og leikmenn mínir spiluðu afar vel í þessum leik," sagði þjálfarinn enn fremur. „Það eina neikvæða er að Guðmundur Kristjánsson hafi fengið rautt spjald hérna í lok leiksins. Að mínu mati var það ódýrt og raunar brotið á honum frekar en hitt. En svona er þetta og ekkert við því að gera,“ sagði hann. Ómar Ingi: Of kaflaskipt frammistaða hjá okkur „Við féllum of langt til baka í upphafi seinni hálfleiks og komum flatir út úr hálfleiknum. Það var ekki lagt upp með það að fara að halda. Planið var að halda áfram að sækja á þá og spila af sömu ákefð og við gerðum í fyrri hállfeik,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, sem fékk ekki sigur í afmælisgjöf í kvöld. „Við höfum raunar spilað of kaflaskipt í öllum þremur leikjunum í deildinni í upphafi tímabilisins. Við þurfum að ná upp meiri stöðugleika í okkar frammistöðu og ná að stýra leikjunum betur. Hins vegar var frammistaðan á köflum mjög góð í kvöld,“ sagði Ómar Ingi um byrjun nýliðanna. „Ég er svona hæfilega sáttur við að vera með fjögur stig eftir þrjá leiki. Ég hefði viljað lengja góðu kaflana í kvöld og næla í allavega eitt stig. Það pirrar mig mest hvað við vorum daufur fyrsta korterið í seinni hálfleik og það varð okkur að falli,“ sagði HK-ingurinn. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, er á sinni fyrstu leiktíð sem þjálfari í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Í þessum kaflaskipta leik náði Stjarnan að halda dampi í lengri tíma og komu afar sterkir út í seinni hálfleikinn. Sóknarleikur beggja liða var stórskemmtilegur en Stjarnan hafði fleiri og öflugri vopn að þessu sinni. Hverjir sköruðu fram úr? Eggert Aron Guðmundsson heldur áfram að spila vel í hægri bakverðinum sem og kollegi hans vinstra megin, Örvar Logi Örvarsson. Ísak Andri lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt sjálfur. Þá átti Guðmundur Baldvin góða innkomu inn í framlínu Stjörnuliðsins og. Örvar Eggertsson var að skora í þriðja deildarleiknum í röð fyrir HK og Atli Arnarson átti góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Kópavogsliðinu. Bakverðir HK, Ívar Örn og Birkir Valur voru líka flottir. Hvað gekk illa? HK náði ekki að láta kné fylgja kviði og koma nógu öflugir inn í seinni hálfleikinn. Eftir að hafa herjað á vörn Stjörnunnar reglulgea allan fyrri hálfleikinn féllu þeir of langt til baka í upphafi þess seinni og fengu það í bakið. Hvað gerist næst? Stjarnan sækir Val heim á Hlíðarenda á laugardaginn kemur á meðan HK fær Fylki í heimsókn í hlýjuna í Kórnum sama dag.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti