Ellismellir orðaðir við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 19:31 Gæti snúið aftur til Barcelona. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira