Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 22:01 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi. Vísir/Egill Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“ Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00