Líkja sambandi við njósnara við nauðgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 13:21 Lögreglumaðurinn átti í sambandi við átta konur í anarkistasenunni. Sex þeirra hafa kært háttsemina. EPA Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira