Fótbolti

Amanda bauð upp á Cryuff takta og Hlín skoraði með hælnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvívegis fyrir Kristianstad þar af annað markið með hælnum.
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvívegis fyrir Kristianstad þar af annað markið með hælnum. Instagram/@kristianstadsdff

Íslensku landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Hlín Eiríksdóttir sýndu snilli sína í frábærum 4-0 sigri Kristianstad liðsins á Uppsala í sænsku deildinni um helgina.

Eftir sigurinn þér eru stelpurnar hennar Elísabetu Gunnarsdóttur í þriðja sæti deildarinnar með tvo sigra í röð og þrjá sigra í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Amanda Andradóttir lagði upp fyrsta mark Kristianstad í leiknum fyrir Therese Ivarsson og Hlín Eiríksdóttir skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum og gerði endanlega út um leikinn.

Íslensku stelpurnar buðu upp á frábær tilþrif sem rötuðu inn á samfélagsmiðla Kristianstad.

Áður en Amanda gaf stoðsendinguna á Ivarsson þá snéri hún frábærlega á varnarmann Uppsala eins og við þekkjum best frá hollensku knattspyrnugoðsögninni Johani Cruyff.

Markið kom strax á fjórtándu mínútu leiksins og breytt miklu fyrir Kristianstad liðið.

Hlín skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en annað markið hennar skoraði hún með laglegri hælspyrnu.

Hér fyrir neðan má sjá þessi frábæru tilþrif frá íslensku landsliðskonunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×