Þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tólf ára stúlku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. apríl 2023 10:08 Mennirnir eru meðlimir klíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Klíkuleiðtogi að nafni Maykil Yokhanna og tveir aðrir félagar hans hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir morð á tólf ára stúlku. Stúlkan var skotin í Norsborg, suður af Stokkhólmi, árið 2020. Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Árásinni var ekki beint gegn stúlkunni, sem hét Adriana, heldur var þetta uppgjör á milli tveggja glæpagengja. Átti hún sér stað við bensínstöð í ágústmánuði árið 2020. Skotvopn voru notuð í árásinni, þar á meðal hríðskotariffill, og heyrðu nágrannar að minnsta kosti tuttugu skothljóð. Adriana fékk tvö skot í sig og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. „Þetta var árás þar sem hríðskotavopn voru notuð með kærulausum hætti á stað þar sem óbreyttir borgarar voru og einn af þeim lést. Þess vegna getur refsingin ekki verið neitt annað en lífstíðarfangelsi,“ sagði dómsformaðurinn Tore Gissin í fréttatilkynningu með dómnum. Klíkustríð Samkvæmt SVT er Maykil Yokhanna leiðtogi glæpaklíku sem starfar í suðurhluta Stokkhólms. Hann hefur fangelsisdóma á bakinu, meðal annars fyrir vopnalagabrot. Í janúar árið 2020 lenti Yokhanna sjálfur í skotárás óvinaklíku þar sem félagi hans dó og eiginkona særðist. Yokhanna var hins vegar skotmarkið í þeirri árás. Klíka Yokhanna átti í útistöðum við klíku sem starfar í Botkyra, úthverfi Stokkhólms. SVT greinir frá því að hinir tveir sem dæmdir voru fyrir morðið á Adriönu, Benjamin Mahdi og Hassan Mohammad, séu í lægri stöðu í glæpaklíkunni en Yokhanna. Auk þess að vera dæmdir fyrir morðið voru þeir dæmdir fyrir sjö manndrápstilraunir.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Tólf ára stúlka skotin til bana í Svíþjóð Lögregla rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Norsborg, suður af Stokkhólmi, í nótt. 2. ágúst 2020 16:14