Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 11:57 Hjónin komust aldrei í námunda við brottfararhliðin. Þau mættu í innritun en var tjáð að henni væri lokið. Þau kæmust ekki til Vínarborgar. vísir/Vilhelm Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent