„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“ Jón Már Ferro skrifar 27. apríl 2023 12:10 Örvar Eggertsson í baráttunni við Höskuld Gunnlausson, leikmann Breiðabliks. vísir/Hulda margrét „Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og loksins náð að sanna sig í stóru hlutverki í efstu deild. „Ef maður efaðist aldrei væri maður ekkert í þessu. Auðvitað hugsar maður bara um einn leik í einu en það skiptir ekki máli alltaf að skora, ég hugsa bara um að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Örvar. Örvar er gríðarlega kraftmikill leikmaður og varð til að mynda bikarmeistari í hástökki árið 2019 þegar hann stökk yfir 2 metra, þrátt fyrir að vera hættur frjálsíþróttaiðkun nokkrum árum áður. HK hefur komið á óvart í upphafi tímabils.vísir/Hulda margrét Oftar en ekki hefur hann verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nóg en hann hefur svo sannarlega svarað fyrir það í upphafi móts. „Maður er búinn að vinna fyrir þessu lengi. Það hlaut að koma að því að maður færi að skora eitthvað,“ segir Örvar kátur. Hann hefur lagt mikla vinnu á sig undanfarin ár og hefur uppskorið í byrjun tímabilsins. Hann segir að það hafi gefið honum aukið sjálfstraust að skora snemma leiks á móti Breiðablik í fyrstu umferð. „Þetta er blanda af öllu. Maður er búinn að vera duglegur hjá Boga að lyfta undanfarin 2-3 ár. Það er helvíti mikil sprengja sem kemur þaðan. Ég hef verið í ólympískum lyftingum og unnið í grunnþolinu. Hann er besti styrktarþjálfari á landinu og ég hef grætt þvílíkt mikið á því að vera hjá honum,“ segir Örvar um bróður sinn Boga Eggertsson styrktarþjálfara. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hefur gefið Örvari mikið traust.vísir/hulda margrét Örvar er gríðarlega ánægður með þjálfara sinn hjá HK, Ómar Inga Guðmundsson. „Það er alltaf eitthvað upplegg hjá Ómari. Svo fær maður alltaf smá frjálsræði en hann er duglegur að segja manni til þannig að þetta er æðislegt,“ segir Örvar. Þrátt fyrir góða byrjun sína á mótinu segist hann ekki finna fyrir aukinni pressu. „Maður þarf að taka ábyrgðina sem kemur á mann og vera bara tilbúinn að leggja sig fram í leikjum.“ Fyrsta mark Örvars kom eftir nokkrar mínútur af mótinu í 4-5 sigri á móti Breiðablik. Í þeim leik gerði hann varnarmönnum Íslandsmeistaranna gríðarlega erfitt fyrir enda fáir líkamlega sterkari en Örvar í deildinni. „Það er mun betri fótbolti í Bestu deildinni en Lengjudeildinni. Þar er áherslan meiri á líkamlega burði en minni fótbolta. Maður finnur fyrir augljósum mun og maður má ekki gleyma sér í eina sekúndu eins og gerðist á móti Stjörnunni þegar við fengum á okkur þrjú mörk á minna en fimmtán mínútum.“ Uppalinn í FH Örvar er uppalinn FH-ingur en fór árið 2017 til Víkings Reykjavíkur til að fá mínútur í meistaraflokksbolta. Hann var hjá félaginu til ársins 2019 og kom við sögu í alls 36 leikjum í efstu deild. Eftir það fór Örvar til Fjölnis og spilaði 15 leiki í efstu deild í vængbakverði og byrjaði flesta leikina. Það ár féll Fjölnir örugglega en Örvar gerði nóg til þess að efstu deildar lið HK krækti í kappann. Síðan þá hefur Örvar verið í HK. Hann spilaði 20 leiki í efstu deild 2021 þegar liðið féll niður í fyrstu deild. Örvar hélt tryggð við HK, spilaði 22 leiki, skoraði 6 mörk og hjálpaði liðinu að komast á nýjan leik upp í efstu deild. HK Víkingur Reykjavík FH Fjölnir Frjálsar íþróttir Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og loksins náð að sanna sig í stóru hlutverki í efstu deild. „Ef maður efaðist aldrei væri maður ekkert í þessu. Auðvitað hugsar maður bara um einn leik í einu en það skiptir ekki máli alltaf að skora, ég hugsa bara um að vinna leikina. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Örvar. Örvar er gríðarlega kraftmikill leikmaður og varð til að mynda bikarmeistari í hástökki árið 2019 þegar hann stökk yfir 2 metra, þrátt fyrir að vera hættur frjálsíþróttaiðkun nokkrum árum áður. HK hefur komið á óvart í upphafi tímabils.vísir/Hulda margrét Oftar en ekki hefur hann verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nóg en hann hefur svo sannarlega svarað fyrir það í upphafi móts. „Maður er búinn að vinna fyrir þessu lengi. Það hlaut að koma að því að maður færi að skora eitthvað,“ segir Örvar kátur. Hann hefur lagt mikla vinnu á sig undanfarin ár og hefur uppskorið í byrjun tímabilsins. Hann segir að það hafi gefið honum aukið sjálfstraust að skora snemma leiks á móti Breiðablik í fyrstu umferð. „Þetta er blanda af öllu. Maður er búinn að vera duglegur hjá Boga að lyfta undanfarin 2-3 ár. Það er helvíti mikil sprengja sem kemur þaðan. Ég hef verið í ólympískum lyftingum og unnið í grunnþolinu. Hann er besti styrktarþjálfari á landinu og ég hef grætt þvílíkt mikið á því að vera hjá honum,“ segir Örvar um bróður sinn Boga Eggertsson styrktarþjálfara. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, hefur gefið Örvari mikið traust.vísir/hulda margrét Örvar er gríðarlega ánægður með þjálfara sinn hjá HK, Ómar Inga Guðmundsson. „Það er alltaf eitthvað upplegg hjá Ómari. Svo fær maður alltaf smá frjálsræði en hann er duglegur að segja manni til þannig að þetta er æðislegt,“ segir Örvar. Þrátt fyrir góða byrjun sína á mótinu segist hann ekki finna fyrir aukinni pressu. „Maður þarf að taka ábyrgðina sem kemur á mann og vera bara tilbúinn að leggja sig fram í leikjum.“ Fyrsta mark Örvars kom eftir nokkrar mínútur af mótinu í 4-5 sigri á móti Breiðablik. Í þeim leik gerði hann varnarmönnum Íslandsmeistaranna gríðarlega erfitt fyrir enda fáir líkamlega sterkari en Örvar í deildinni. „Það er mun betri fótbolti í Bestu deildinni en Lengjudeildinni. Þar er áherslan meiri á líkamlega burði en minni fótbolta. Maður finnur fyrir augljósum mun og maður má ekki gleyma sér í eina sekúndu eins og gerðist á móti Stjörnunni þegar við fengum á okkur þrjú mörk á minna en fimmtán mínútum.“ Uppalinn í FH Örvar er uppalinn FH-ingur en fór árið 2017 til Víkings Reykjavíkur til að fá mínútur í meistaraflokksbolta. Hann var hjá félaginu til ársins 2019 og kom við sögu í alls 36 leikjum í efstu deild. Eftir það fór Örvar til Fjölnis og spilaði 15 leiki í efstu deild í vængbakverði og byrjaði flesta leikina. Það ár féll Fjölnir örugglega en Örvar gerði nóg til þess að efstu deildar lið HK krækti í kappann. Síðan þá hefur Örvar verið í HK. Hann spilaði 20 leiki í efstu deild 2021 þegar liðið féll niður í fyrstu deild. Örvar hélt tryggð við HK, spilaði 22 leiki, skoraði 6 mörk og hjálpaði liðinu að komast á nýjan leik upp í efstu deild.
HK Víkingur Reykjavík FH Fjölnir Frjálsar íþróttir Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum. 10. apríl 2023 21:56