Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 10:04 Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Vesturbyggðar. Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún. Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún.
Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu