Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:16 Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar við fylgdina í dag. Landhelgisgæslan Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. Kafbáturinn USS San Juan kom í þjónustuheimsókn á hafsvæðið norðsvestur af Garðskaga til að taka kost. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu fylgdi varðskipið Þór kafbátnum frá því að hann kom upp á yfirborðið við mörk landhelginnar og fylgdi honum á meðan heimsóknin stóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti 18. apríl síðastliðinn að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins yrði heimilað að hafa stutta viðkomu við Íslandsstrendur til að skipta út hluta áhafnar og taka kost. Bátarnir eru ekki vopnaðir kjarnavopum. „Þjónustuheimsóknir kafbáta sem sinna kafbátaeftirliti á Norður Atlantshafi stuðla að því að efla samfellt og virkt eftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á hafsvæðinu í kringum Ísland,“ segir í tilkynningunni. „Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Sá stuðningur sem fólgin er í að heimila komu kafbáta til þjónustuheimsókna við Ísland er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. 26. apríl 2023 06:38 Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Kafbáturinn USS San Juan kom í þjónustuheimsókn á hafsvæðið norðsvestur af Garðskaga til að taka kost. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu fylgdi varðskipið Þór kafbátnum frá því að hann kom upp á yfirborðið við mörk landhelginnar og fylgdi honum á meðan heimsóknin stóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti 18. apríl síðastliðinn að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins yrði heimilað að hafa stutta viðkomu við Íslandsstrendur til að skipta út hluta áhafnar og taka kost. Bátarnir eru ekki vopnaðir kjarnavopum. „Þjónustuheimsóknir kafbáta sem sinna kafbátaeftirliti á Norður Atlantshafi stuðla að því að efla samfellt og virkt eftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á hafsvæðinu í kringum Ísland,“ segir í tilkynningunni. „Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Sá stuðningur sem fólgin er í að heimila komu kafbáta til þjónustuheimsókna við Ísland er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“
Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. 26. apríl 2023 06:38 Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. 26. apríl 2023 06:38
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29