„Nökkvi Eyjólfsson,“ skrifar Fanndís við mynd af syninum prúðbúnum á samfélagsmiðlum. Auk þess má sjá fleiri myndir frá deginum af fjölskyldunni og afar glæsilegri köku með nafninu.
Nökkvi er annað barn parsins og kom í heiminn 1. mars. Fyrir eiga þau dótturina Elísu, sem varð tveggja ára í febrúar.
Fanndís spilaði síðast fyrir Val sumarið 2021. Hún var einnig leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og á 109 A-landsleiki að baki og spilaði einnig erlendis.
Eyjólfur spilaði síðast með ÍR og á fimm A-landsliðleiki að baki. Áður spilaði hann sem atvinnumaður erlendis en hefur einnig spilað með Fylki og Stjörnunni. Í dag starfar hann sem afreksþjálfari elstu flokka karla hjá Breiðabliki.