„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:43 Lárus er kominn með ansi langan sjúkralista í hendurnar Vísir/Bára Dröfn Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann. Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53