Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Flosi Eiríksson er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári. Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira