Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2023 21:25 Stokka þarf upp í fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar. Vísir/Vilhelm Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar. Árborg Efnahagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar.
Árborg Efnahagsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira