12 ára hælisleitandi aflaði 60 milljóna króna fyrir bágstödd börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2023 15:30 Sænsk börn selja Maíblómið fyrir að meðaltali 15.000 íslenskar krónur og fá því um 1.500 krónur í sölulaun. Murhaf hefur selt blóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna og sér því fram á að fá andvirði 6 milljóna í eigin vasa. Johann Nilsson / Getty Images 12 ára hælisleitandi frá Eþíópíu hefur aflað bágstöddum börnum í Svíþjóð meira en 50 milljóna íslenskra króna með merkjasölu. Hann varð fyrir árásum fullorðinna kynþáttahatara þegar hann byrjaði að selja merkin, en hefur nú selt fleiri merki en nokkur annar í sögunni. Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf. Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf.
Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira