Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslag er Gautaborg nældi í sitt fyrsta stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Norrköping í dag.
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Norrköping í dag. Norrköping

Íslendingaliðin Gautaborg og Norrköping skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í dag á meðan nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson voru í byrjunarliði Norrköping. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Norrköping þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka, en Ari Freyr Skúlason var ónotaður varamaður.

Það var hins vegar Sebastian Ohlsson sem kom heimamönnum í Gautaborg í forystu strax á áttundu mínútu leiksins áður en gestirnir jöfnuðu metin tuttugu mínútum síðar þegar Emil Salomonsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Þetta reyndust einu mörk leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Þetta var fyrsta stig Gautaborgar á tímabilinu og liðið situr enn á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki, en Norrköping situr í fimmta sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×