„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 07:28 James Harden átti stórkostlegan leik gegn Boston Celtics í gærkvöld en þarf að vera fljótur að gera sig kláran í næsta slag sem er annað kvöld. AP/Charles Krupa Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira