Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 08:28 DeSantis segir Flórída munu berjast fyrir lögunum fyrir hæstarétti. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira