„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 10:54 Óskar Hallgrímsson ræddi um stöðuna í Úkraínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá. Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld áætla að yfir tuttugu þúsund Rússar hafi fallið í bardögum í Úkraínu síðan í síðastliðnum desember. Þetta kom fram í máli talsmanns þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby sem vísar í skjöl sem leynd var nýlega aflétt af. Hann segir ennfremur að talið sé að til viðbótar hafi um áttatíu þúsund hermenn særst í átökunum á sama tíma. „Það hallar svakalega á Rússa, það hallar ekki bara á þá aðeins, þeir eru algjörlega að henda fólki. Það virðist vera nánast engin virðing borin fyrir mannslífum,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um helmingur hinna föllnu kemur úr röðum Wagner málaliðasveitanna sem hafa háð harða bardaga um borgina Bakhmut í austurhluta landsins. Rússar hafa nú náð stærstum hluta Bakhmut á sitt vald en Úkraínumenn halda enn litlum hluta borgarinnar. Rússar sækja hart að þeim en mannfall í þeirra röðum hefur verið gífurlegt fyrir vikið. „Þeir eru að halda Rússunum inni í Bakhmut, þeir eru að hörfa en mjög hægt og mjög skipulagt. Hafa það þannig að þeir reyna að bjarga eins mikið af mannslífum og mögulegt er á meðan það er hægt að halda línunni. Það er bara staðan þar eins og hún er núna. Rússar eru að setja allt sem þeir geta í að reyna að taka þessa 10-15 metra á dag sem þeir eru að taka að meðaltali. Það veit enginn af hverju en þeir eru að gera það.“ Óskar segir Úkraínu nýta sér það að halda öllum sínum reyndu hermönnum á litlu svæði. Á endanum muni þó Bakhmut falla. „Því í rauninni er ekkert eftir af henni, því miður.“ Stríðið taki enda í ár eða á næsta ári Óskar er á því að stríðið eigi ekki eftir að standa yfir í mörg ár í viðbót. „Stríðið klárast að mínu mati persónulega á þessu ári eða á næsta ári. Ég skal allavega segja það að mesti bardaginn, þessi stóri, stóri bardagi - hann klárast á þessu ári,“ segir hann. „Ég er ekki sérfræðingur en ég er búinn að lifa og hrærast í þessu stríði núna í ár og er búinn að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki. Það sem ég er búinn að sjá er að Úkraína er að berjast í þessu stríði mjög skipulagt. Þeir reyna eins og þeir geta að vernda mannslíf og eigin bæi, borgir og annað.“ Hann telur ekki að stríðið taki enda með samkomulagi heldur með því að önnur hliðin gefist upp, það er að segja Rússland. „Það er það sem flest allir sérfræðingar eru að tala um, bæði hernaðarsérfræðingar, geópólitískir sérfræðingar, það eru allir búnir að sjá það,“ segir hann. „Mér sýnist það vera þannig heima á Íslandi að flestir eru á þeim buxunum að þeir sjá að það þýðir ekkert að semja við Rússa. Það þýðir ekkert, þeir bara ráðast á börn og sjúkrahús, og það skiptir engu máli.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bítið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira