Fundu sjö lík við leit að tveimur unglingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2023 10:38 Lýst var eftir stúlkunum í gær en sést hafði til þeirra með McFadden. AP/Oklahoma Highway Patrol Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum fann líkamsleifar sjö í afskekktu húsi í gær. Lögreglan var að leita að tveimur unglingsstúlkum en talið er að þær séu meðal hinna látna. Þá er maðurinn sem talinn er hafa rænt þeim, og hefur nokkra kynferðisbrotadóma á bakinu, einnig talinn meðal látinna. Eddy Rice, fógeti í Okmulgee sýslu, greindi frá því á blaðamannafundi að réttarmeinafræðingur eigi enn eftir að bera kennsl á líkin. Hin fjórtán ára gamla Ivy Webster og hin sextán ára gamla Brittany Brewer eru taldar meðal hinna látnu auk Jesse McFadden, sem talinn er hafa rænt stúlkunum. „Við erum hætt að leita. Við teljum okkur hafa fundið alla þá sem við leituðum í morgun. Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinu, bekkjarfélögum og öðrum vandamönnum stúlknanna,“ sagði Rice á blaðamannafundi. Hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um það hvernig fólkið lést. Líkin sjö fundust í húsi nærri bænum Henryetta. Um sex þúsund búa í bænum, sem er staðsettur um 145 kílómetra austur af Oklahoma borg. Lýst hafði verið eftir stúlkunum í gærmorgun en síðdegis tilkynnt að þeirra væri ekki lengur leitað. Ábendingar höfðu borist um að stúlkurnar hefðu sést með McFadden, sem var skráður kynferðisbrotamaður eins og lög segja til um vestanhafs. Samkvæmt sakaskrá McFadden var hann sakfelldur fyrir nauðgun af yfirlögðu ráði árið 2003 og látinn laus í október 2020. Þá átti McFadden að mæta fyrir dóm í gær í fyrirtöku vegna meintra kynferðisbrota hans gegn ólögráða einstaklingi og barnaníðsefnis sem fannst í hans fórum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Eddy Rice, fógeti í Okmulgee sýslu, greindi frá því á blaðamannafundi að réttarmeinafræðingur eigi enn eftir að bera kennsl á líkin. Hin fjórtán ára gamla Ivy Webster og hin sextán ára gamla Brittany Brewer eru taldar meðal hinna látnu auk Jesse McFadden, sem talinn er hafa rænt stúlkunum. „Við erum hætt að leita. Við teljum okkur hafa fundið alla þá sem við leituðum í morgun. Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinu, bekkjarfélögum og öðrum vandamönnum stúlknanna,“ sagði Rice á blaðamannafundi. Hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um það hvernig fólkið lést. Líkin sjö fundust í húsi nærri bænum Henryetta. Um sex þúsund búa í bænum, sem er staðsettur um 145 kílómetra austur af Oklahoma borg. Lýst hafði verið eftir stúlkunum í gærmorgun en síðdegis tilkynnt að þeirra væri ekki lengur leitað. Ábendingar höfðu borist um að stúlkurnar hefðu sést með McFadden, sem var skráður kynferðisbrotamaður eins og lög segja til um vestanhafs. Samkvæmt sakaskrá McFadden var hann sakfelldur fyrir nauðgun af yfirlögðu ráði árið 2003 og látinn laus í október 2020. Þá átti McFadden að mæta fyrir dóm í gær í fyrirtöku vegna meintra kynferðisbrota hans gegn ólögráða einstaklingi og barnaníðsefnis sem fannst í hans fórum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira