Vilja fyrirbyggja brotthvarf ungs fólks í viðkvæmri stöðu af vinnumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2023 12:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir samkomulagið nú mikilvægan þátt í umbyltingu kerfisins. Nauðsynlegt sé að fjölga störfum og tækifærum fyrir ungt fólk á vinnumarkaði. Vísir/Arnar Til stendur að verja 450 milljónum króna í aukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að ráðast í verkefnið. Meira en 450 milljónum króna verður varið til verkefnisins yfir þriggja ára tímabil. Vilja auka samfélagslega virkni ungmenna Í tilkynningu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að markmið sé að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem tilheyra svokölluðum NEET-hópi, það er ungt fólk sem sé ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Fram kemur að Vinnumálastofnun muni ráða tíu atvinnulífstengla sem muni veita hópnum einstaklingsmiðaðan stuðning við starfsleit. Um er að ræða nýjung í vinnumarkaðsúrræðum á vegum stofnunarinnar og verði 150 milljónum króna á ári varið til þessa í þrjú ár. VIRK, sem veitt hefur þjónustu á sviði atvinnutengingar frá árinu 2012, mun fjölga atvinnulífstenglum hjá sér enn frekar. Opnað verði fyrir þjónustuna gagnvart fleiri hópum en áður sem aftur muni auka tækifæri þeirra verulega. Framlag VIRK komi til viðbótar við ofangreind fjárframlög. Þá segir að Samtök atvinnulífsins muni liðsinna við að tryggja framboð af störfum fyrir ungt fólk í þjónustu atvinnulífstengla. Auk þess muni samtökin efla fræðslu á vinnustöðum um mikilvægi þess að greiða fyrir ráðningum einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum. Finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum Samkvæmt samkomulaginu er unnið eftir hugmyndafræði IPS (e. Individual Placement Support). Það sé gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hafi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin sé sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. „Samkomulagið er liður í aðgerðum í tengslum við heildarendurskoðun í málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem er eitt helsta forgangsmál Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Frítekjumark örorkulífeyrisþega hefur þegar verið nær tvöfaldaðog ný lög tekið gildi um lengingu á tímabili endurhæfingarlífeyris sem hvoru tveggja eru mikilvægir þættir í að stuðla að frekari atvinnuþátttöku ungs fólks og búa til lagalega umgjörð og hagræna hvata til að verkefnið geti gengið vel,“ segir í tilkynningunni. Páll Ásgeir Guðmundsson er forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins.SA Mikilvægur þáttur í umbyltingu kerfisins Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að á yfirstandandi kjörtímabili hafi verið unnið í ráðuneytinu að yfirgripsmiklum breytingum fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Samstarfið sem hér er innsiglað í dag er mikilvægur þáttur í umbyltingu kerfisins því við þurfum að fjölga störfum og tækifærum fyrir ungt fólk á vinnumarkaði. Þetta eru aðgerðir sem hafa fljótt áhrif og skipta máli fyrir allt samfélagið. Umbylting örorkulífeyriskerfisins miðar meðal annars að því að auka velferð og virkni í samfélaginu og fela í sér nýja hugsun þar sem þjónustan miðast að notandanum. Ég er ótrúlega ánægður með að við séum að ýta því úr vör hér í dag með þessum góðu samstarfsaðilum,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þá er haft eftir Páli Ásgeiri Guðmundssyni, forstöðumanni efnhags- og samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins. „Samtök atvinnulífsins hafa lengi lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að hjálpa fólki aftur til virkni. Nú þegar hafa meira en 300 fyrirtæki skrifað undir samstarfssamninga við Virk um að útvega einstaklingum vinnu með aðstoð atvinnulífstengla. Þá mun SA koma að fræðslu og vitundavakningu á vinnustöðum til að reyna að koma í veg fyrir að við missum ungt fólk ótímabært af vinnumarkaði og á örorku,“ segir Páll Ásgeir. Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að ráðast í verkefnið. Meira en 450 milljónum króna verður varið til verkefnisins yfir þriggja ára tímabil. Vilja auka samfélagslega virkni ungmenna Í tilkynningu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að markmið sé að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem tilheyra svokölluðum NEET-hópi, það er ungt fólk sem sé ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Fram kemur að Vinnumálastofnun muni ráða tíu atvinnulífstengla sem muni veita hópnum einstaklingsmiðaðan stuðning við starfsleit. Um er að ræða nýjung í vinnumarkaðsúrræðum á vegum stofnunarinnar og verði 150 milljónum króna á ári varið til þessa í þrjú ár. VIRK, sem veitt hefur þjónustu á sviði atvinnutengingar frá árinu 2012, mun fjölga atvinnulífstenglum hjá sér enn frekar. Opnað verði fyrir þjónustuna gagnvart fleiri hópum en áður sem aftur muni auka tækifæri þeirra verulega. Framlag VIRK komi til viðbótar við ofangreind fjárframlög. Þá segir að Samtök atvinnulífsins muni liðsinna við að tryggja framboð af störfum fyrir ungt fólk í þjónustu atvinnulífstengla. Auk þess muni samtökin efla fræðslu á vinnustöðum um mikilvægi þess að greiða fyrir ráðningum einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum. Finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum Samkvæmt samkomulaginu er unnið eftir hugmyndafræði IPS (e. Individual Placement Support). Það sé gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hafi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin sé sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. „Samkomulagið er liður í aðgerðum í tengslum við heildarendurskoðun í málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem er eitt helsta forgangsmál Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Frítekjumark örorkulífeyrisþega hefur þegar verið nær tvöfaldaðog ný lög tekið gildi um lengingu á tímabili endurhæfingarlífeyris sem hvoru tveggja eru mikilvægir þættir í að stuðla að frekari atvinnuþátttöku ungs fólks og búa til lagalega umgjörð og hagræna hvata til að verkefnið geti gengið vel,“ segir í tilkynningunni. Páll Ásgeir Guðmundsson er forstöðumaður efnahags- og samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins.SA Mikilvægur þáttur í umbyltingu kerfisins Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að á yfirstandandi kjörtímabili hafi verið unnið í ráðuneytinu að yfirgripsmiklum breytingum fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Samstarfið sem hér er innsiglað í dag er mikilvægur þáttur í umbyltingu kerfisins því við þurfum að fjölga störfum og tækifærum fyrir ungt fólk á vinnumarkaði. Þetta eru aðgerðir sem hafa fljótt áhrif og skipta máli fyrir allt samfélagið. Umbylting örorkulífeyriskerfisins miðar meðal annars að því að auka velferð og virkni í samfélaginu og fela í sér nýja hugsun þar sem þjónustan miðast að notandanum. Ég er ótrúlega ánægður með að við séum að ýta því úr vör hér í dag með þessum góðu samstarfsaðilum,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Þá er haft eftir Páli Ásgeiri Guðmundssyni, forstöðumanni efnhags- og samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins. „Samtök atvinnulífsins hafa lengi lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að hjálpa fólki aftur til virkni. Nú þegar hafa meira en 300 fyrirtæki skrifað undir samstarfssamninga við Virk um að útvega einstaklingum vinnu með aðstoð atvinnulífstengla. Þá mun SA koma að fræðslu og vitundavakningu á vinnustöðum til að reyna að koma í veg fyrir að við missum ungt fólk ótímabært af vinnumarkaði og á örorku,“ segir Páll Ásgeir.
Vinnumarkaður Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira