Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 21:00 Wilson Garcia, eftir minningarathöfn. AP/David J. Phillip Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Fjöldi fólks var heima hjá Garcia og fjölskyldu hans um helgina og þau voru með eins mánaða gamalt barn og því fór hann og bað hinn 38 ára gamla Francisco Oropeza vinsamlega um að hætta að skjóta úr byssu. Garcia segir í samtali við AP fréttaveituna að Oropeza hafi brugðist reiður við og því hafi hann ákveðið að hringja í lögregluna. Fleiri hafi svo hringt á næstu mínútum og alltaf hafi þeim verið sagt að hjálp væri á leiðinni. Oropeza hélt áfram að skjóta á lóð sinni og Garcia segir að honum hafi virst hávaðinn verða meiri, eins og Oropeza hafi fært sig nær. Þá sá Garcia að Oropeza var að hlaða byssu sína og hlaupa í áttina að sér. Garcia segist hafa sagt konu sinni, Sonia Argentina Guzman, að hlaupa inn í hús. Hún hafi þó svarað á þá leið að Oropeza myndi ekki skjóta hana, þar sem hún væri kona. Hún var þó sú fyrsta sem hann skaut til bana. Francisco Oropeza gengur enn laus.AP/FBI Garcia segir að Oropeza hafi virst ætla að myrða alla fimmtán sem voru í húsinu. Hann skaut einnig Daniel Enrique Laso, átta ára son Garcia, og tvær konur sem skýldu ungabarni hans og tveggja ára dóttur. Þar að auki skaut hann átján ára mann til bana. „Ég er að vera sterkur fyrir börnin mín,“ sagði Garcia. Hann segist ekki hafa þekkt Oropeza vel. Þeir hafi lítið talað saman. Gengur enn laus Oropeza notaði hálfsjálfvirkan riffil til morðanna, eins og notaðir eru oftar en ekki við fjöldamorð sem þessi í Bandaríkjunum. Byssan fannst á vettvangi en Oropeza gengur enn laus. Greg Capers, fógeti Cleveland, sem er lítið strjálbýli skammt norður af Houston í Texas, segir lögregluþjóna hafa verið eins fljóta og þeir gátu á vettvang. Hann hafi einungis þrjá starfsmenn til að dekka um 1.800 ferkílómetra svæði. Rannsakandi Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sagði AP, að þeir hefðu lítið af vísbendingum um hvar Oropeza gæti verið í felum. Hann er frá Hondúras, eins og öll fórnarlömb hans og Garcia, og hefur fjórum sinnum verið vísað frá Bandaríkjunum frá 2009. Hann hafði þó búið í Cleveland um árabil. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bauð um helgina fimmtíu þúsund dali fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Oropeza en samtímis lýsti hann öllum fórnarlömbum hans sem „ólöglegum innflytjendum“ sem AP segir mögulega rangt og en skrifstofa ríkisstjórans hefur beðist afsökunar á ummælunum. Talsmaður Abbott segir að minnst eitt fórnarlambanna hafi verið í Bandaríkjunum með löglegum hætti. I ve announced a $50K reward for info on the criminal who killed 5 illegal immigrants Friday. Also directed #OperationLoneStar to be on the lookout.I continue working with state & local officials to ensure all available resources are deployed to respond. pic.twitter.com/SpkUgKqKGe— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 30, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. 12. apríl 2023 15:53
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. 9. apríl 2023 08:50