Biden sendir hermenn að landamærum Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2023 18:54 Mikill fjöldi fólks reynir að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti á degi hverjum. AP/Christian Chávez Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað varnarmálaráðuneytinu að senda 1.500 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Það gerði hann vegna mikils fjölda fólks sem er að reyna að komast inn í landið um landamærin. Í frétt Washington Post segir að búist sé við því að hermennirnir eigi að vera á landamærunum í níutíu daga og eiga þeir að aðstoða þá sem þegar eru að vinna á landamærunum en ekki koma með beinum hættu að löggæslu. Með því að nota hermenn er vonast til þess að hægt sé að losa fleiri landamæraverði úr stuðningsstöðum og nota þá til gæslu á landamærunum. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna er sagt hafa beðið um að hermennirnir yrðu sendir en fyrir eru um 2.500 hermenn á svæðinu, fyrir utan meðlimi þjóðvarðsliðs Texas, og hafa hermenn reglulega verið sendir að landamærunum á undanförnum árum. Donald Trump, forveri Biden, sendi einnig hermenn að landamærunum. Bandarískir embættismenn búast við því að fjöldi þeirra sem reyna að komast inn í Bandaríkin með ólöglegum hætti muni fara yfir tíu þúsund á dag á komandi dögum en þann 11. maí fellur úr gildi regla frá tímum Covid-faraldursins sem gerði landamæravörðum auðveldara að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Þessi regla var sett á í mars 2020 og hefur henni verið beitt rúmlega 2,6 milljón sinnum. Fjöldi farand- og flóttafólks við suðurlandamæri Bandaríkjanna hefur náð nýjum hæðum á undanförnum mánuðum og Biden hefur brugðist við því með því að reyna að taka hart á ólöglegum innflytjendum og með því að reyna að búa til aðrar leiðir fyrir innflytjendur til að komast til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að búist sé við því að hermennirnir eigi að vera á landamærunum í níutíu daga og eiga þeir að aðstoða þá sem þegar eru að vinna á landamærunum en ekki koma með beinum hættu að löggæslu. Með því að nota hermenn er vonast til þess að hægt sé að losa fleiri landamæraverði úr stuðningsstöðum og nota þá til gæslu á landamærunum. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna er sagt hafa beðið um að hermennirnir yrðu sendir en fyrir eru um 2.500 hermenn á svæðinu, fyrir utan meðlimi þjóðvarðsliðs Texas, og hafa hermenn reglulega verið sendir að landamærunum á undanförnum árum. Donald Trump, forveri Biden, sendi einnig hermenn að landamærunum. Bandarískir embættismenn búast við því að fjöldi þeirra sem reyna að komast inn í Bandaríkin með ólöglegum hætti muni fara yfir tíu þúsund á dag á komandi dögum en þann 11. maí fellur úr gildi regla frá tímum Covid-faraldursins sem gerði landamæravörðum auðveldara að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Þessi regla var sett á í mars 2020 og hefur henni verið beitt rúmlega 2,6 milljón sinnum. Fjöldi farand- og flóttafólks við suðurlandamæri Bandaríkjanna hefur náð nýjum hæðum á undanförnum mánuðum og Biden hefur brugðist við því með því að reyna að taka hart á ólöglegum innflytjendum og með því að reyna að búa til aðrar leiðir fyrir innflytjendur til að komast til Bandaríkjanna með löglegum hætti.
Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira