Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 07:47 Lögreglustjórinn Greg Capers og fulltrúi FBI ræddu við fjölmiðla í gærkvöldi eftir að Francisco Oropeza hafði verið handtekinn. AP Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglustjóranum Greg Capers að Francisco Oropesa hafi verið handtekinn á heimili í bænum Cut and Shoot þar sem hann hafði falið sig undir þvotti eftir að lögregla kom á staðinn. Lögregla sakar manninn um að hafa skotið fimm nágranna sína í kjölfar deilna sem blossuðu upp eftir að Oropesa hafði hafnað óskum nágranna sinna að hætta að æfa sig að skjóta úr AR-15, hálfsjálfvirkum riffli. Leit yfirvalda að Francisco Oropesa stóð í um fjóra sólarhringa.AP Hin látnu voru öll frá Hondúras –28 ára kona, 21 árs kona, 31 árs kona, átján ára piltur og níu ára drengur. Capers segir að lögregla hafi komist á snoðir um Oropesa eftir að ábending barst frá almenningi til alríkislögreglunnar. Hann hafi verið handtekinn einungis um klukkutíma eftir að ábendingin barst. Fulltrúar á vegum fjölda stofnana höfðu þá þegar tekið þátt í leitinni að hinum grunaða í um fjóra sólarhringa, meðal annars í Mexíkó. Yfirvöld höfðu þá boðið 80 þúsund bandaríkjadala, um ellefu milljónir króna, fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku í málinu. Oropesa var handtekinn í húsi í um sextán kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem skotárásin var framin. Capers segir að rannsókn sé nú hafin á hvernig maðurinn hafi komist yfir vopnið sem notað var í árásinni. Enginn annar hafi enn verið handtekinn en verið er að yfirheyra fólk sem einnig var í húsinu þar sem maðurinn var handtekinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25 Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Myrti fimm eftir að hafa verið beðinn um að hætta að skjóta úr byssu Karlmaður í Cleveland í Texasfylki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt fimm hondúrska nágranna sína, þar á meðal átta ára gamalt barn, eftir að hann hafði verið beðinn um að hætta að skjóta úr riffli í bakgarði sínum. Tvö fórnarlambanna fundust örend ofan á tveimur börnum, sem lifðu árásina af. 29. apríl 2023 20:25
Morðinginn í Texas ófundinn og gæti verið hvar sem er Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fimm nágranna sína í bænum Cleveland í Texas í gær er enn ófundinn. Lögreglan hefur varað við að hann sé vopnaður og gæti verið í felum hvar sem er. 30. apríl 2023 13:49