Kamerúni bestur í NBA en James fékk ekki atkvæði Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 11:01 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í vetur. Getty/Mitchell Leff Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, var í gærkvöld útnefndur verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, í fyrsta sinn. Hann vann kosninguna með yfirburðum. Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira