Stóri Sam mættur til að bjarga Leeds: „Tvær sekúndur að segja já“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 10:09 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Enska knattspyrnufélagið Leeds tilkynnti í dag að Javi Gracia hefði verið rekinn, eftir að hafa aðeins stýrt liðinu í tólf leikjum, og að „Stóri Sam“ Allardyce hefði verið ráðinn í hans stað. Allardyce mun stýra Leeds í þeim fjórum leikjum sem liðið á eftir á tímabilinu og ekkert má út af bregða svo að liðið haldi sér uppi í deildinni. Leeds er í 17. sæti eftir aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum og hangir fyrir ofan Nottingham Forest á markatölu auk þess að vera bara stigi fyrir ofan Everton. Allardyce þekkir það vel að taka við liði þegar tímabil er í gangi og aldrei hafa þau lið, alls fimm talsins, endað neðar en þau voru þegar Allardyce tók við. 5 - Sam Allardyce has taken over at a Premier League club during a season on five previous occasions, with all five teams either improving or maintaining their league position come the end of the campaign. Fireman. pic.twitter.com/mldKVSzaJN— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2023 Fyrsti leikurinn undir stjórn Allardyce er gegn Manchester City á útivelli á laugardaginn en Leeds á svo eftir heimaleik við Newcastle, útileik við West Ham og heimaleik við Tottenham. Allardyce verður með Karl Robinson, fyrrverandi stjóra MK Dons, Charlton og Oxford United, sér til aðstoðar. Í samtali við Talksport sagði hann það hafa tekið sig „tvær sekúndur að segja já“ við starfinu. „Ég var í sjokki. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Ég hélt að það myndi engin vinna bjóðast. Ég hefði alveg verið til í meiri tíma en við höfum fjóra leiki og vonandi tekst mér að halda þessu stórkostlega félagi í úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce. Victor Orta var rekinn úr starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Leeds en hann var ósammála stjórn félagsins um Gracia. Spánverjinn Gracia hafði verið ráðinn eftir að Jesse Marsch var rekinn í febrúar, innan við ári eftir að hafa verið ráðinn í stað Marcelo Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Allardyce mun stýra Leeds í þeim fjórum leikjum sem liðið á eftir á tímabilinu og ekkert má út af bregða svo að liðið haldi sér uppi í deildinni. Leeds er í 17. sæti eftir aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum og hangir fyrir ofan Nottingham Forest á markatölu auk þess að vera bara stigi fyrir ofan Everton. Allardyce þekkir það vel að taka við liði þegar tímabil er í gangi og aldrei hafa þau lið, alls fimm talsins, endað neðar en þau voru þegar Allardyce tók við. 5 - Sam Allardyce has taken over at a Premier League club during a season on five previous occasions, with all five teams either improving or maintaining their league position come the end of the campaign. Fireman. pic.twitter.com/mldKVSzaJN— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2023 Fyrsti leikurinn undir stjórn Allardyce er gegn Manchester City á útivelli á laugardaginn en Leeds á svo eftir heimaleik við Newcastle, útileik við West Ham og heimaleik við Tottenham. Allardyce verður með Karl Robinson, fyrrverandi stjóra MK Dons, Charlton og Oxford United, sér til aðstoðar. Í samtali við Talksport sagði hann það hafa tekið sig „tvær sekúndur að segja já“ við starfinu. „Ég var í sjokki. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Ég hélt að það myndi engin vinna bjóðast. Ég hefði alveg verið til í meiri tíma en við höfum fjóra leiki og vonandi tekst mér að halda þessu stórkostlega félagi í úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce. Victor Orta var rekinn úr starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Leeds en hann var ósammála stjórn félagsins um Gracia. Spánverjinn Gracia hafði verið ráðinn eftir að Jesse Marsch var rekinn í febrúar, innan við ári eftir að hafa verið ráðinn í stað Marcelo Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira