Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:10 Aðalumræðuefni leiðtogafundarins í Hörpu verður innrásin í Úkraínu. Reikna má með því að óprúttnir aðilar standi fyrir netárásum í kringum fundinn. Vísir/Vilhelm Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta. Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta.
Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira