Innlent

Bein út­sending: Sjá fram á aukna eftir­spurn og fyrir­sjáan­leg vanda­mál

Máni Snær Þorláksson skrifar
Skýrsla um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar er kynnt í dag.
Skýrsla um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar er kynnt í dag. Vísir/Vilhelm

Kynning á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar fer fram á Hótel Nordica í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá hitaveitum í vetur.

„Í skýrslunni er lagt mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina og hvernig þróun nýtingar hefur verið,“ segir í tilkynningu um skýrsluna. Í henni komi meðal annars fram að um tveir þriðju hitaveitna sem úttektin náði til sjái fram á aukna eftirspurn og fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni.

Þá séu hindranir sem kunni að vera við frekari jarðhitaleit eða nýtingu útlistaðar í skýrslunni. Einnig hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar.

Fulltrúar Íslenskra orkurannsókna og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verða viðstaddir kynninguna sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×