Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 09:17 Í Texas voru nemendur skikkaðir til að koma með glæra bakpoka í skólann í kjölfar skotárásarinnar í Robb Elementary School í maí í fyrra. 21 lést í árásinni. Getty/Brandon Bell Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira