Það var um sannkallaðan Íslendingaslag að ræða í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar að Rosengard tók á móti Kristianstad. Guðrún í vörninni hjá Rosengard og þá leika Hlín Eiríksdóttir og Amanda Andradóttir með Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.
Hlín var í byrjunarliði Kristianstad í leiknum en Amanda var á meðal varamanna liðsins og kom ekkert við sögu.
Kristianstad hafði farið betur af stað í sænsku úrvalsdeildinni fram að leik dagsins en þurfti að sætta sig við að lúta í minni pokann gegn ríkjandi Svíþjóðarmeisturum Rosengard.
Olivia Schough skoraði bæði mörk Rosengard í leiknum í fyrri hálfleik og þar við sat.
Með sigrinum er Rosengard komið með 10 stig eftir fyrstu sex umferðir tímabilsins og fremur brösótta byrjun og situr í 6. sæti deildarinnar.
Kristiansdag er með tveimur stigum meira, alls tólf stig, og situr í 4. sæti deildarinnar.