Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 19:10 Frá Íslandsferð Gorsuch í júlí árið 2021. Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40