Innlent

Sprengi­sandur: Land­spítalinn, fast­eigna­markaðurinn og Úkraína

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, mætir og fjallar um uppbyggingu spítalans og svarar spurningum um rekstur og stöðu.

Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögum og einn helsti sérfræðingur okkar í ESB-rétti fjallar um þær deilur sem eru á opinberum vettvangi um mörk innlendrar löggjafar og Evrópulöggjafar.

Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir arkitektar fjalla um fasteignamarkaðinn, áframhald síðustu vikna, nú fjallað um gæði gegn hraða í uppbyggingu og spurt hvort uppbyggingaáform stjórnvalda standist gæðaviðmið.

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri fjallar um Evrópuráðsfundinn þar sem hástemmdar yfirlýsingar um samstöðu í Úkraínustríðinu eru meginmarkmiðið, hann heldur því fram að Evrópuráðið sé máttlaus stofnun að mestu og ákvarðanir þess skili litlu, enda hafi Rússar verið reknir úr ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×