Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 12:15 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda. Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport Besta deild karla Valur KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti