Jokic refsað fyrir að gefa eiganda mótherjanna olnbogaskot í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:31 Nikola Jokic lenti í útistöðum við eiganda mótherjanna í leiknum. Þarna gekk mikið á við hliðarlínuna. AP/Matt York Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það dugði þó ekki til því Phoenix Suns vann sigur á Denver Nuggets og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni í 2-2. Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023 NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira