Þriðjudaginn 9. maí verða framkvæmdirnar frá gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla að Hringbraut 63. Á meðan á þeim framkvæmdum stendur verður Hringbraut lokað til suðausturs frá Grandatorgi.
Miðvikudaginn 10. maí verður unnið í fræsingu frá Hringbraut 52 til Hringbrautar 78. Á meðan það er í gangi verður Hringbraut lokað frá gatnamótum Hringbrautar, Ljósavallagötu og Birkimelar. Einnig verður lokað á umferð niður Hofsvallagötu frá gatnamótum við Ásvallagötu.
Hér fyrir neðan má sjá kort af framkvæmdunum og lokununum sem verða vegna þeirra.
