Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 20:59 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur ráðherra skylt að afturkalla veiðileyfi eftir svarta skýrslu um hvalveiðar. Vísir/Arnar Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. Fjórðungur hátt í 150 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra liðu þjáningar í dauðastríði sínu þrátt fyrir að lög kveði á um að dýr skuli aflífuð hratt og sársaukalaust samkvæmt skýrslunni. Dæmi er tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, lýsti skýrslunni sem „kolsvartri“ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fólk myndi aldrei horfa upp á slíka meðferð með neinni annarri dýrategund. „Gætirðu ímyndað þér ef fólk hlypi hér um tún og væri að reyna að skutla einhverjum spjótum í kýr eða annað og kannski tækist í fjórðu umferð að ná henni dauðri. Við myndum aldrei sætta okkur við það,“ sagði Katrín. Ráðherra beri að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði skýrsluna vekja spurningar um framtíð hvalveiði í umræðum á Alþingi um skýrsluna í dag. Ekki væri þó hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta sumar. Leyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Katrín gaf lítið fyrir þessi svör ráðherrans. Það þyrfti hugrekki til þess að ganga skerfinu lengra og stöðva hvalveiðar strax í ljósi þess sem kæmi fram í skýrslunni. „Það er ekki í lagi að heimila veiðar beint ofan í svona skýrslu vegna þess að þá er tilgangurinn með eftirlitinu ansi hæpinn,“ sagði hún. Veiðileyfið væri háð skilyrðum um að farið væri eftir öllum reglum. Þær reglur kveði á um að nota þurfi búnað við veiðarnar sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Í skýrslunni segir að einn af hverjum fjórum hvölum sem voru veiddir hafi verið skotnir oftar en einu sinni. „Það er ljóst núna samkvæmt skýrslunni að það er ekki staðan. Þess vegna ber ráðherra, að mínu viti, að afturkalla leyfið,“ sagði lögmaðurinn. Stjórnsýsluleg meðvirkni Þrátt fyrir allt taldi Matvælastofnun í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin við hvalveiðarnar vegna þess að við þær hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt við aðstæður sem þessar. Katrín sagði þessa niðurstöðu stofnunarinnar stórundarlega. Alveg sé ljóst í dýravelferðarlögum sem flokkur Svandísar hafi haft frumkvæði að því að setja á sínum tíma að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Lögin eigi við um hvali sem önnur dýr. Það að Ísland stundi enn hvalveiðar, einna síðustu þjóða, gefi því ekki afsökun til þess að túlka lögin öðruvísi en orðanna hljóðan. „Ég veit að það er verið að búa til einhvern tíma til þess að láta leyfið bara renna út og leyfa kallinum sem er algerlega að farast úr frekju að veiða hérna í eitt tímabil í viðbót en það er bara alger óþarfi að það sé slík stjórnsýsluleg meðvirkni í þessu landi að það sé ekki hægt að grípa til ákveðinna aðgerða þegar lög eru skýrt brotin,“ sagði Katrín og vísaði óbeint til Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Fjórðungur hátt í 150 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra liðu þjáningar í dauðastríði sínu þrátt fyrir að lög kveði á um að dýr skuli aflífuð hratt og sársaukalaust samkvæmt skýrslunni. Dæmi er tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, lýsti skýrslunni sem „kolsvartri“ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fólk myndi aldrei horfa upp á slíka meðferð með neinni annarri dýrategund. „Gætirðu ímyndað þér ef fólk hlypi hér um tún og væri að reyna að skutla einhverjum spjótum í kýr eða annað og kannski tækist í fjórðu umferð að ná henni dauðri. Við myndum aldrei sætta okkur við það,“ sagði Katrín. Ráðherra beri að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði skýrsluna vekja spurningar um framtíð hvalveiði í umræðum á Alþingi um skýrsluna í dag. Ekki væri þó hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta sumar. Leyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Katrín gaf lítið fyrir þessi svör ráðherrans. Það þyrfti hugrekki til þess að ganga skerfinu lengra og stöðva hvalveiðar strax í ljósi þess sem kæmi fram í skýrslunni. „Það er ekki í lagi að heimila veiðar beint ofan í svona skýrslu vegna þess að þá er tilgangurinn með eftirlitinu ansi hæpinn,“ sagði hún. Veiðileyfið væri háð skilyrðum um að farið væri eftir öllum reglum. Þær reglur kveði á um að nota þurfi búnað við veiðarnar sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Í skýrslunni segir að einn af hverjum fjórum hvölum sem voru veiddir hafi verið skotnir oftar en einu sinni. „Það er ljóst núna samkvæmt skýrslunni að það er ekki staðan. Þess vegna ber ráðherra, að mínu viti, að afturkalla leyfið,“ sagði lögmaðurinn. Stjórnsýsluleg meðvirkni Þrátt fyrir allt taldi Matvælastofnun í skýrslu sinni að ákvæði laga um velferð dýra hafi ekki verið brotin við hvalveiðarnar vegna þess að við þær hafi bestu þekktu aðferðum verið beitt við aðstæður sem þessar. Katrín sagði þessa niðurstöðu stofnunarinnar stórundarlega. Alveg sé ljóst í dýravelferðarlögum sem flokkur Svandísar hafi haft frumkvæði að því að setja á sínum tíma að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Lögin eigi við um hvali sem önnur dýr. Það að Ísland stundi enn hvalveiðar, einna síðustu þjóða, gefi því ekki afsökun til þess að túlka lögin öðruvísi en orðanna hljóðan. „Ég veit að það er verið að búa til einhvern tíma til þess að láta leyfið bara renna út og leyfa kallinum sem er algerlega að farast úr frekju að veiða hérna í eitt tímabil í viðbót en það er bara alger óþarfi að það sé slík stjórnsýsluleg meðvirkni í þessu landi að það sé ekki hægt að grípa til ákveðinna aðgerða þegar lög eru skýrt brotin,“ sagði Katrín og vísaði óbeint til Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. 8. maí 2023 21:02
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30