Til hamingju með Evrópudaginn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2023 08:02 Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun