Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 9. maí 2023 06:30 Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, stendur fyrir framan íbúðabyggingu sem skemmdist í árásum Rússa fyrrinótt. AP Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Í tilkynningu frá Úkraínuher segir að tekist hafi að skjóta niður 23 flauganna, en þess er ekki getið hvar hinar tvær höfnuðu. Fimmtán flaugum var skotið á höfuðborgina Kænugarð og þar varð smávægilegt tjón af völdum braks úr flaugunum þegar þær voru skotnar niður. Talsmaður hersins segir að flaugunum hafi verið skotið frá sprengjuflugvélum Rússa á Kaspíahafi. Árásirnar í nótt koma í kjölfarið á einni stærstu árásarhrinu Rússa frá upphafi stríðs þegar fjölmörgum drónum var beitt auk eldflauga og stórskotaliðs. Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, mætti Kænugarðs í morgun þar sem hún mun funda með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta. Good to be back in Kyiv.Where the values we hold dear are defended everyday.So it is such a fitting place to celebrate the day of Europe.I welcome President @ZelenskyyUa's decision to make 9 May Europe Day also here in Ukraine. pic.twitter.com/MEGOEfgyIq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 9, 2023 Viðburðir eru skipulagðir víða um Rússland til að minnast Sigurdagsins í dag, þó að búið sé að aflýsa einhverjum þeirra. Í rússnesku höfuðborginni Moskvu stendur til að halda umfangsmikla hersýningu í tilefni dagsins. Serhiy Popko, talsmaður úkraínska hersins, segir að rússneskar hersveitir væru að reyna að „drepa eins marga og mögulega sé á þessum degi“.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19