Skoða uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir flóttafólk í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 08:04 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, óskaði eftir því við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að málið yrði tekið til umfjöllunar. Vísir Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að fundin verði staðsetning fyrir svokallaða Skjólgarða, búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu. Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu.
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32
„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25