Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa skilning á áhyggjum ferðaþjónustu og viðbragðsaðila. Hann bíði eftir tillögum starfshóps um sjúkraflug. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um að undanförnu hafa skapast miklar áhyggjur hjá ferðaþjónustu og viðbragðsaðilum vegna aukins álags út af fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á þessu ári ef spár ganga eftir en lítil viðbragðsgeta er víða, eins og aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsti í viðtali um helgina. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á þessum áhyggjum og augljóst að eftir því sem ferðamönnum fjölgar eykst álagið á ýmis konar þjónustu. „Meðal annars viðbragðsþjónustuna og bráðaþjónustuna á landinu. Við erum með samráðshóp lykilaðila í sjúkraflugi og ég á von á tillögum bara mjög fljótlega um það efni. Það tengist auðvitað þjónustunni vítt og breitt um landið, sjúkrafluginu og þeim samningum sem við höfum um það. Sömuleiðis aðkomu Gæslunnar og tilraunverkefni um þyrlu hér á suðursvæðinu,“ sagði Willum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bíður átekta Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann muni þrýsta á Willum að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu á Suðurlandi. Vilhjálmur hafði frumkvæði að því verkefni á sínum tíma og segir verkefnið eekki eiga að stóla á Landhelgisgæsluna, sem hafi öðrum hnöppum að hneppa. „Fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ sagði Vilhjálmur. Willum segir að þó talað hafi verið um að dusta rykið af umræðunni hafi umræðan verið í gangi. „Og búið að vera á starfstíma þessa samráðshóps. Ég á von á tillögum mjög fljótlega um það mál og lykilatriðið er að styrkja viðbragðsþjónustu um allt land.“ Fagnar hvað ferðaþjónustan var fljót að ná sér Vilhjálmur viðraði jafnframt áhyggjur, eins og leiðsögumenn, að innviðir landsins þoli einfaldlega ekki þennan mikla fjölda ferðamanna eins og ástand innviða er í dag: Hvorki sjúkraflutningar og heilbrigðisþjónusta, vegakerfi né löggæsla. „Við getum auðvitað gert betur en við sjáum glögga innviðauppbyggingu alls staðar á landinu. Við sjáum að við þurfum að gera betur einhvers staðar og förum í það eins og við höfum ávallt gert. Nú erum við að móta ferðamálastefnu til 2030 og munum í næstu viku kynna um þá starfshópa sem munu taka þetta verkefni og þetta spennandi verkefni að sér,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. Hún segist mega til að hrósa ferðaþjónustunni fyrir hve öflug hún hafi verið að koma til baka eftir Covid. „Og þeim efnahagslega ávinningi sem ferðaþjónustan er að skila inn í þjóðarbúið og út um allt land,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan leggi áherslu á að vöxtur verði sjálfbær Bæði hún og heilbirgðisráðherra hafi unið að því að byggja upp bráðaviðbragð og Willum hafi verið ötull í að benda á álagið sem hafi ríkt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Við höfum auðvitað fullan skilning á því og höfum verið að auka fjárveitingar inn í þennan málaflokk einmitt til að takast á við þessa áskorun,“ segir Lilja. „Annað sem við höfum verið að gera varðandi skattlagningu: Ég var að kynna núna í ríkisfjármálaáætlun að við erum að fara að skattleggja til að mynda skemmtiferaðskipin til að koma til móts við það að geta farið í frekari uppbyggingu. Öll ferðaþjónustan leggur áherslu á það að vöxtur hennar verði sjálfbær og það er leiðarljósið í því sem við erum að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45 Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. 9. maí 2023 11:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30