Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí? Skúli Helgason skrifar 9. maí 2023 15:30 Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skúli Helgason Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar