Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. maí 2023 08:01 Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun