Bankaræningjar og stjórnendur fyrirtækja Gunnar Ingi Björnsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun