Loka þurfi MS í þrjú ár vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 13:29 Fram kom á fundi fjárlaganefndar í morgun að loka þurfi Menntaskólanum við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Vísir/Vilhelm Fram kom á fundi fjárlaganefndar með mennta- og barnamálaráðherra í morgun að loka þurfi byggingum Menntaskólans við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Þingmaður Pírata sem situr í nefndinni segir áætlaðan kostnað við framkvæmdirnar nema um þremur til fimm milljörðum króna. „Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira