Hartnær áttatíu prósent leigjenda ná ekki endum saman Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2023 11:20 Það er lágskýjað, reyndar þoka ef litið er til stöðu leigjenda. Niðurstöður nýrrar könnunar meðal þeirra sýnir kolsvarta stöðu. vísir/vilhelm Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi. Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00