Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum? Magnús Jóhannesson skrifar 11. maí 2023 16:01 Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun