Tíð ritstjóraskipti á Vikunni eigi sér eðlilegar skýringar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 07:00 Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir segir breytt fjölmiðlaumhverfi og áskoranir í rekstri ráða miklu um nýlegar mannabreytingar á Vikunni. Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings útgáfufélags segir ekkert athugavert við mannabreytingar á ritstjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á umhverfi fjölmiðla undanfarið. Framkvæmdastjórinn vill ekki opinbera hver nýr ritstjóri sé, heldur gefa viðkomandi færi á að opinbera það sjálfur. Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11