Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 13:01 Valskonur reyna að stoppa Harpa Valey Gylfadóttur í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur. Vísir/Diego Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum. Leikur eitt hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar og mættust einnig í bikarúrslitaleiknum. ÍBV vann tveggja marka sigur á Val í Laugardalshöllinni en í deildinni unnu Valskonur fimm marka sigur í Eyjum í október (31-26) en Eyjaliðið vann síðan þriggja marka sigur á Hlíðarenda í janúar (32-29). Ágúst Þór Jóhannsson stýrði reyndar ekki Valsliðinu í janúarleiknum því hann var upptekinn með karlalandsliðinu á HM í Svíþjóð. Þetta er í ellefta skiptið sem sömu lið mætast bæði í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarúrslitaleiknum. Sagan er ekki með liðinu sem kemur inn í einvígið sem bikarmeistari eftir sigur á sama liði fyrr veturinn. Sagan er því með Val en ekki ÍBV í þessu einvígi. Aðeins tvö af tíu liðum hafa nefnilega náð að vinna sama lið í báðum úrslitum mætist þau bæði í bikarúrslitaleik og í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur náðu bæði að vinna tvo úrslitaleiki á móti Stjörnunni 2014 (24-19 í bikarúrslitum og 3-2 í úrslitaeinvíginu) og á móti Fram árið 2019 (24-21 í bikarúrslitum og 3-0 í úrslitaeinvíginu). Hinir átta bikarmeistararnir hafa tapað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og þar á meðal eru Valskonur í fyrra. Valur vann þá 25-19 sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum en Fram vann úrslitaeinvígið 3-1. Eyjakonur fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Val í úrslitaleiknum.Vísir/Diego Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur Olís-deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Sjá meira
Leikur eitt hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar og mættust einnig í bikarúrslitaleiknum. ÍBV vann tveggja marka sigur á Val í Laugardalshöllinni en í deildinni unnu Valskonur fimm marka sigur í Eyjum í október (31-26) en Eyjaliðið vann síðan þriggja marka sigur á Hlíðarenda í janúar (32-29). Ágúst Þór Jóhannsson stýrði reyndar ekki Valsliðinu í janúarleiknum því hann var upptekinn með karlalandsliðinu á HM í Svíþjóð. Þetta er í ellefta skiptið sem sömu lið mætast bæði í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarúrslitaleiknum. Sagan er ekki með liðinu sem kemur inn í einvígið sem bikarmeistari eftir sigur á sama liði fyrr veturinn. Sagan er því með Val en ekki ÍBV í þessu einvígi. Aðeins tvö af tíu liðum hafa nefnilega náð að vinna sama lið í báðum úrslitum mætist þau bæði í bikarúrslitaleik og í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur náðu bæði að vinna tvo úrslitaleiki á móti Stjörnunni 2014 (24-19 í bikarúrslitum og 3-2 í úrslitaeinvíginu) og á móti Fram árið 2019 (24-21 í bikarúrslitum og 3-0 í úrslitaeinvíginu). Hinir átta bikarmeistararnir hafa tapað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og þar á meðal eru Valskonur í fyrra. Valur vann þá 25-19 sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum en Fram vann úrslitaeinvígið 3-1. Eyjakonur fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Val í úrslitaleiknum.Vísir/Diego Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur
Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Sjá meira