Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 09:46 „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar.“ Vísir/Egill Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“ Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira